Erlent

Aftur að samningaborðinu

Norður-kóresk stjórnvöld snúa aftur að samningaviðræðum um lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, ári eftir að þau hættu að mæta á samningafundi. Þessu lýstu þau yfir eftir leynilegan fund sem fulltrúar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna áttu í Peking, höfuðborg Kína, um helgina. "Bandaríkin lýstu betur en áður þeirri opinberu afstöðu sinni að viðurkenna Norður-Kóreu sem fullvalda ríki, ráðast ekki á það og halda tvíhliða viðræður innan ramma sex ríkja viðræðnanna," sagði í frétt norður-kóreska ríkissjónvarpsins. Norður-Kóreustjórn hefur lagt áherslu á að halda tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn sem á móti hefur krafist þess að viðræðurnar færu fram með þátttöku þeirra sex ríkja sem eiga mest í húfi að vel takist til við lausn deilunnar um kjarnorkuvopn Norður-Kóreumanna. Næsti fundur ríkjanna sex sem hafa reynt að finna lausn á deilunni verður haldinn annan mánudag. Ríkin eru Norður- og Suður-Kórea, Japan, Kína, Rússland og Bandaríkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×