Erlent

Mikið forskot hægrimanna

Kristilegir demókratar og systurflokkur hans í Bæjaralandi fengju 43 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Berliner Morgenpost í gær. Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara fengi 28 prósent atkvæða og Græningjar, sem mynda stjórn með honum, átta prósent. Flokkur fyrrverandi kommúnista í Austur-Þýskalandi sækir í sig veðrið og mælist með ellefu prósenta fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×