Innlent

Ráðist á konu

Mikill mannfjöldi lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöld og hafði lögregla í nógu að snúast um nóttina. Ölvun var áberandi, einkum síðla nætur, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Ein líkamsárás kom til kasta lögreglu. Flytja þurfti konu á slysadeild eftir að hún var slegin, en að sögn lögreglu var ekki vitað í gær hver þar var að verki. Önnur kona var flutt á slysadeild með sjúkrabíl undir morgun eftir að hún ók á kyrrstæða bifreið á Rauðarárstíg. Konan er ekki talin alvarlega slösuð en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðunum. Hún er grunuð um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×