Erlent

Kínverjar rýmka ferðaleyfi

Fyrsti hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri hópferð kom til Bretlands í dag. Búist er við að margir þeirra verði horfnir, þegar að heimferðinni kemur. Fyrr á þessu ári bættu kínversk stjórnvöld Bretlandi við þau lönd kínverjar mega heimsækja, sem ferðamenn. Fram til þessa hefur fólk aðeins fengið að fara til landsins í viðskiptaerindum, til náms eða til að heimsækja ættingja. Búist er við að 200.000 kínverjar muni heimsækja Bretland á næstu fimm árum og gefi af sér 200 milljónir sterlingspunda. Sumir munu jafnvel gefa sjálfa sig. Margir þeirra sem fara í frí frá Kína ætla sér ekki að snúa aftur. Í Hollandi einu og sér hafa þúsund ferðamanna horfið. Þetta er fyrirbæri sem Íslendingar kannast við, því hér á landi hvarf heil sendinefnd, á síðasta ári. Kínversk stjórnvöld virðast þó vilja taka þessa áhættu í einu landinu enn, enda er svosem nóg af fólki eftir þótt einhverjar þúsundir hverfi. Að sögn ferðaskrifstofa í Lundúnum, sem hafa með kínverska ferðamenn að gera ef Buckinghamhöll efst á listanum yfir það sem þeir vilja sjá. Næst er þinghúsið og svo Blenheim kastali þar sem Winston Churchill fæddist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×