Innlent

Grjóthrun á þjóðveginn í Hvalnesskriðum

Grjót hrundi niður á þjóðveginn í Hvalnesskriðum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs á fjórða tímanum í nótt og áttu flutningabílar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Vegurinn var þó jeppafær. Ekki er vitað um að grjót hafi fallið á bíla enda var lítil umferð um veginn í nótt og eru vegagerðarmenn nú að hreinsa veginn. Hrunið kom eftir mikla rigningu á svæðinu en nú hefur stytt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×