Innlent

Erlendar og íslenskar jólahefðir blandast á mörgum heimilum á Íslandi um jólin

Pólskir krakkar fá sælgæti í jólapakkanna og í Venesúela eru jólagjafirnar opnaðar á jóladag. Þessar hefðir eru meðal þeirra erlendu jólahefða sem blandast þeim íslensku þegar jólin ganga í garð.

Consuelo Peralta er frá Venesúela en flutti til Íslands fyrir sjö árum. Hún er gift íslenskum manni og saman halda þau íslensk og venesúelsk jól með sonum sínum. Hún segir það hefð á þeirra heimili að borða rjúpur á aðfangadagskvöldi en svo hafi þau einnig jólaskinkubrauð og meðlæti með því sem sé venesúelskur jólamatur. Í Venesúela er hefð fyrir því að opna jólgjafirnar á jóladag en hér á Íslandi opnar fjölskyldan pakkana sína á aðfangadag. Þegar sonur hennar var spurður um hvort jólasveinninn væri frá Venesúela eða Íslandi sagði Consuelo að það væru íslensku jólasveinarnir sem myndu gefa sonum hennar í skólinn.

Maria Valgeirsson er pólsk og rekur pólsku búðina í Hafnarfirði. Hún segir flesta Pólverja borða fiskrétti á aðfangadag enda sé rík hefð fyrir því. Kaþólska kirkja tók upp þá breytingu fyrir nokkrum árum að fólk mætti borða kjöt á jólunum. Maria segir þó að langflestir Pólverjar haldi sig við hefðina og borði fjölbreytta fiskrétti á aðfangadag. Í búð hennar er að finna fjölbreytta matvöru frá Póllandi og nokkuð mikið af súkkulaði. Maria segir það algengt að gefa börnum sælgæti eða súkkulaði í jólagjöf frekar en föt eða leikföng. Hún segir að þegar hún var barn þá hafði sælgætið þótt mest spennandi jólagjöfin og hún telur að sælgæti og súkkulagði sé enn mjög vinsælar jólagjafir til barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×