Innlent

Fær enn martröð þrem vikum eftir slysið

Særún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður.
Særún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður.
Særún Sveinsdóttir Williams, sem missti báða fætur í bílslysi í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, fær enn martraðir eftir slysið. Hún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður.

Særún var á leið í vinnuna í heimaborg sinni Omaha, Nebraska, í Bandaríkjunum þann 21. nóvember síðastliðinn þegar hún lenti í slysinu. Þegar hún vaknaði á sjúkrahúsi komst hún að því að hún hefði misst fæturna. Hvernig tilfinning er að komast að því? “Hvernig verður manni við þegar maður tapar leggjunum? Ég er á lífi, ég get verið þakklát fyrir að vera á lífi,” segir Særún en auðheyrt að þetta er mikið áfall.

Særún, sem er þriggja barna einstæð móðir, veit ekki hvað nú tekur við hjá henni eða börnum hennar. Gamlir bekkjarfélagar hennar úr Öldutúnsskóla hafa hafið fjársöfnun til að auðvelda henni baráttuna.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning: 1150-05-414746 í SPRON á Skólavörðustíg, kennitalan sem þarf að fylgja er 010560-2689.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×