Innlent

Fékk þrjú 400 kílóa fiskikör á sig

Kalrmaður slasaðist þegar hann fékk þrjú fiskikör ofan á sig í vinnuslysi í Grindavík um miðjan dag í dag. Hvert fiskikaranna vegur um 300 kíló og því talsverður þungi sem maðurinn fékk á sig. Maðurinn kramdist en slapp við beinbrot og að sögn lögreglu er merkilegt hversu vel hann slapp.

Maðurinn var að hjálpa til við affermingu fiskikara af palli vörubíls þegar spotti sem var notaður við verkið festist. Þá var bíllinn færður aðeins úr stað og við það losnuðu körin og féllu á manninn. Viðstaddir höfðu þegar samband við Neyðarlínu og var óttast að maðurinn hefði slasast alvarlega en sem fyrr segir fór betur en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×