Innlent

Féll á höfuðið í vinnuslysi

Maður slasaðist á höfði þegar hann féll tvo og hálfan til þrjá metra af millilofti í nýbyggingu í Hveragerði þar sem hann var við vinnu skömmu fyrir klukkan fimm.

Maðurinn féll á höfuðið og var bæði vankaður og blæddi úr höfði hans. Ekki var vitað hversu alvarleg meiðsl mannsins voru og var hann fluttur á Heilsugæsluna í Hveragerði þar sem gert var að meiðslum hans. Ekki náðist í lækna en lögreglumenn sögðu að svo virtist sem maðurinn hefði sloppið betur en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×