Innlent

Innbrotsþjófar handsamaðir í Breiðholti

Húsráðendur í einbýlishúsi í Breiðholti vöknuðu við þann vonda draum í nótt að einhverjir ókunnugir voru í húsinu. Styggð kom á innbrotsþjófana, sem voru tveir, þegar þeir urðu húsráðenda varir. Þeir lögðu á flótta en lögreglumenn gripu þá glóðvolga skömmu síðar með þrjár dýrar myndavélar í fórum sínum sem reyndust vera úr húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×