Steingrímur talar mest 11. desember 2005 16:15 MYND/Vísir Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst. Þó stjórnmálaskýrendur og áhugamenn um kraftmikið þing hafi margir hverjir kvartað undan leiðinlegu þingi á þessu hausti þá er þó fjarri því eins og þingmenn hafi haldið höndum niður með síðum í þinginu, en þingmenn rétta jafnan upp hönd til að biðja um orðið hjá forseta. Alls var talað í ræðustól Alþingis í rúmar 180 klukkustundir á þeim tveimur mánuðum sem þingmenn höfðu til að koma sínu á framfæri í haust, eða rúma viku. Þannig stigu þingmenn rúmlega 3000 sinnum í pontu, ýmist til að flytja ræður eða gera athugasemdir við ræður annarra þingmanna. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, trónir á toppnum yfir lengstan samanlagðan ræðutíma á haustþinginu. Steingrímur talaði í 13 klukkustundir rúmar, tveimur tímum meira en næstu menn á listanum - sem eru raunar hans eigin flokksmenn flest hver. Stystan samanlagðan ræðutíma þingmanna á haustþinginu á svo Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir talaði samanlagt í 20 mínútur á haustþinginu, eða rétt tæpan kaffitíma meðalmannsins. En um hvað er verið að tala, skiptir það ekki meira máli en ræðutíminn eða hvað? Rithöfundur nokkur sagði eitt sinn að íslensk þjóðmálaumræða einkenndist öðru fremur af tveimur mönnum að rífast um fisk. Þetta hefur breyst ef marka má upplýsingar um það sem mest var rætt á þinginu í haust, eða peninga. Fjármál ríkisins tróna þar á toppnum, enda fjárlagaumræðu nýlokið. Peningamál ríkisins voru rædd í samtals 60 klukkustundir á þinginu í ár . Fréttir Innlent Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst. Þó stjórnmálaskýrendur og áhugamenn um kraftmikið þing hafi margir hverjir kvartað undan leiðinlegu þingi á þessu hausti þá er þó fjarri því eins og þingmenn hafi haldið höndum niður með síðum í þinginu, en þingmenn rétta jafnan upp hönd til að biðja um orðið hjá forseta. Alls var talað í ræðustól Alþingis í rúmar 180 klukkustundir á þeim tveimur mánuðum sem þingmenn höfðu til að koma sínu á framfæri í haust, eða rúma viku. Þannig stigu þingmenn rúmlega 3000 sinnum í pontu, ýmist til að flytja ræður eða gera athugasemdir við ræður annarra þingmanna. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, trónir á toppnum yfir lengstan samanlagðan ræðutíma á haustþinginu. Steingrímur talaði í 13 klukkustundir rúmar, tveimur tímum meira en næstu menn á listanum - sem eru raunar hans eigin flokksmenn flest hver. Stystan samanlagðan ræðutíma þingmanna á haustþinginu á svo Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir talaði samanlagt í 20 mínútur á haustþinginu, eða rétt tæpan kaffitíma meðalmannsins. En um hvað er verið að tala, skiptir það ekki meira máli en ræðutíminn eða hvað? Rithöfundur nokkur sagði eitt sinn að íslensk þjóðmálaumræða einkenndist öðru fremur af tveimur mönnum að rífast um fisk. Þetta hefur breyst ef marka má upplýsingar um það sem mest var rætt á þinginu í haust, eða peninga. Fjármál ríkisins tróna þar á toppnum, enda fjárlagaumræðu nýlokið. Peningamál ríkisins voru rædd í samtals 60 klukkustundir á þinginu í ár .
Fréttir Innlent Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira