Sport

Grétar og Viktor framlengja hjá Víkingi

Grétar hefur náð sáttum við Víking og gert nýjan samning við félagið.
MYND/©Stefán
Grétar hefur náð sáttum við Víking og gert nýjan samning við félagið. MYND/©Stefán
Viktor Bjarki hefur einnig framlengt hjá Víkingi.

Víkingur sem leikur í Landsbankadeild karla í fótbolta á næsta tímabili sendi í dag frá sér fréttatilkynningu sem í segir að félagið hafi gert nýja samninga við leikmennina Viktor Bjarka Arnarsson og Grétar Sigfinn Sigurðsson.

Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart í ljósi þess að Grétar sem lék sem lánsmaður hjá Val sl. sumar hefur átt í langvarandi og harvítugri deilu við Víking þar sem hann vildi vera um kyrrt hjá Hlíðarendafélaginu. Nýlega bárust þó þau tíðindi að Grétar hefði á endanum fallist á að fara aftur til Víkings þar sem hann hefur nú framlengt samning sinn sem gildir til ársloka 2007.

Viktor Bjarki lék sem lánsmaður frá Víkingi með Fylki sl. sumar og var framtíð hans í Fossvoginum einnig óljós þar sem Fylkismenn vildu halda leikmanninum. Nýji samningur Viktors Bjarka við Víking gildir einnig til ársloka 2007.

Víkingur lýsir því yfir í fréttatilkynningunni að félagið stefni aftur á að verða meðal fremstu liða á Íslandi og hyggi á að styrkja liðið enn frekar með fleiri leikmönnum. Í fréttatilkynningunni segir m.a.

"Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi árum í Landsbankadeildinni. Markmið félagsins og þjálfara er að verða eitt af topp liðunum á Íslandi. Víkingur hefur á að skipa góðum hópi leikmanna en áformar að styrkja leikmannahópinn frekar fyrir næsta keppnistímabil til þess að ná markmiðum sínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×