Innlent

Hellisheiði eystri lokað vegna hálku

Hellisheiði eystri hefur verið lokað fyrir umferð en þar er flughált. Vegagerðin varar einnig við flughálku á Nesjavallavegi, á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á Þverárfjallsvegi, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Öxi.

Þá eru hálkublettir sumstaðar á Suðurlandi, hált á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir víða um landið norðanvert, allt frá Vestfjörðum til Austurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×