Innlent

Útúrsnúningur hjá ráðherra

MYND/Haraldur Jónasson

Stefán Ólafsson, prófessor, svarar gagnrýni á skýrslu sína, Örorka og velferð á Íslandi, fullum hálsi.

Hann segir rangt að hann hafi bara tiltekið tvo bótaflokka við útreikninga sína. Hann hafi beitt 8 ólíkum aðferðum við að sýna þróun kjara og í tveimur af þeim hafi hann bara tiltekið tvo bótaflokka til að sýna ákveðna þróun.

Þá sé það útúrsnúningur að hann hafi misskilið aldurstengingu örorkubóta.

Stefán segir það alrangt að halda því fram að Ísland sé framarlega í örorkumálum og hann hafi fjölmargar heimildir fyrir því.

Stefán mun svara gagnrýninni ítarlega síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×