Innlent

NSÍ mótmæla lagabreytingu um auðlindanýtingu

MYND/Gunnar V. Andrésson

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alþingi úthluti áfram virkjanaleyfum en ekki lokaður hópur sérfræðinga og embættismanna eins og tillaga umhverfisráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu felur í sér.

Náttúruverndarsamtök Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Því ef breytingin nær fram að ganga munu lögin ná til rafmagnsframleiðslu með vatnsorku. Lagabreytingin er einnig afdrifarík fyrir þjóðina alla þar sem veiting vrikjanaleyfa verður tekin úr höndum Alþingis. Ekki er um venjulega verslunarvöru heldur verðmæti sem skipta grundvallarmáli fyrir komandi kynslóðir þar sem virkjanir fela oft í sér óafturkræfar breytngar á sameign þjóðarinnar, náttúrunni.

Verðmætin sem látin verða í té einkaaðilum eru sameign þjóðarinnar og frá frá sjónarhóli lýðræðislegra stjórnarhátta er því um mikilsverða breytingu á frumvarpinu að ræða. Þar sem virkjanir varða almenna, óstaðbundna og mikilsverða hagsmuni margra Íslendinga á Alþingi að taka ákvörðun um virkjanaleyfi að mati Náttúrverndarsamtakanna en ekki tiltölulega lokaður hópur sérfræðinga og embættismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×