Innlent

Hafnar ásökunum um staðreyndavillur

Stjórn Byggðastofnunar gagnrýnir skýrslu Stjórnhátta um stöðu stofnunarinnar. Stjórnendur Stjórnhátta vísa gagnrýninni á bug.
Stjórn Byggðastofnunar gagnrýnir skýrslu Stjórnhátta um stöðu stofnunarinnar. Stjórnendur Stjórnhátta vísa gagnrýninni á bug.

Skýrsla Stjórnhátta hf. um stöðu Byggðastofnunar inniheldur ekki staðreyndavillur eins og stjórn Byggðastofnunar hefur haldið fram segir Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta.

Hann segist furða sig á gagnrýni stjórnarinnar enda hafi hún hafi tvívegis áður haft tækifæri til að gera athugasemdir um skýrsluna en aldrei minnst á nokkrar staðreyndarvillur fyrr en eftir að skýrslan var gerð opinber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×