Innlent

Tryggingamiðstöð fær vottun fyrir nýjan vef

Tryggingarmiðstöðin hlaut í dag vottun frá Sjá ehf. og Öryrkjabandalagi Íslands fyrir nýjan vef fyrirtækisins, fyrir að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn fær bæði vottun fyrir forgang 1 og 2 og er TM fyrsta einkafyrirtæki á Íslandi til að fá slíka vottun. Dæmi um breytingar sem orðið hafa á vef TM eru að nú geta blindir og sjónskertir notað talgerfla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni eða stækkað letrið.

Engar reglur eru í gildi hérlendis um aðgengi að heimasíðum en í nágrannalöndum okkar er komið í lög að heimasíður opinberra stofnana skuli aðgengilegar öllum, óháð fötlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×