Sport

Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar

Jermain Taylor er nýr konungur millivigtarinnar í hnefaleikum
Jermain Taylor er nýr konungur millivigtarinnar í hnefaleikum NordicPhotos/GettyImages

Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin.

"Ég gef sjálfum mér B í einkunn fyrir þennan bardaga," sagði Taylor. Stungurnar mínar bitu ágætlega á hann en ég var að vonast til að ná að rota hann. Ég vann þó bardagann og það er fyrir mestu," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×