Erlent

Lögregla handtekur nakta bankaræningja í El Salvador

Lögreglan í El Salvador handtók tvo nakta menn á þriðjudag þar sem þeir voru að grafa göng að bankahvelfingu í höfuðborginni San Salvador.

Unnið hafði verið að gangagerðinni dögum saman. Mennirnir voru nærri komnir að bankanum þegar þeir uppgötvuðust af tilviljun þegar hluti ganganna hrundi svo að stór hola myndaðist á götunni utan við bankann. Mennirnir reyndu að flýja en voru handsamaðir af lögreglunni sem fylgst hafði með svæðinu vegna tilkynninga um skrítin hljóð. Mennirnir tveir, sem eru um tvítugt, höfðu farið úr fötunum vegna mikils hita inni í göngunum en hitabylgja hefur verið í El Salvador að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×