Erlent

Peres hættur í Verkamannaflokknum

Shimon Peres, einn helsti stjórnmálaleiðtogi í Ísrael, ætlar að hætta í Verkamannaflokknum. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í kvöld. Lýsti Peres jafnframt stuðningi við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og nýjan miðjuflokk sem Sharon hefur stofnað. Peres sagði jafnframt að Sharon hefði einsett sér að halda áfram friðarferlinu og væri opinn fyrir nýjum hugmyndum í þeim málum. Sagðist Peres þess vegna styðja Sharon.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×