Erlent

Varð fyrir hraðlest í Svíþjóð

15 ára gömul stúlka lést í gærkvöld þegar hún gekk ásamt tveimur jafnöldrum sínum í veg fyrir hraðlest skammt frá Gautaborg í Svíþjóð. Stúlkurnar fóru fram hjá hindrunum sem stöðva eiga umferð yfir járnbrautarteinana eftir að tvær lestir höfðu farið hjá og náðu tvær stúlknanna yfir sporin áður en hraðlestin hafnaði á þeirri þriðju.

Hraðlestir þessar fara allt að 200 kílómetra hraða á klukkustund og hafði lestarstjórinn engan möguleika á að stöðva lestina til að koma í veg fyrir voðaatburðinn. Flytja þurfti fjölda vitna á sjúkrahús þar sem áfallateymi veitti þeim aðhlynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×