Stefnt að því að kalla um 20.000 bandaríska hermenn heim frá Írak 30. nóvember 2005 12:15 Mynd/AP Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent