Innlent

Hvenær er maður rekinn?

Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins til tólf ára, hefur verið rekinn úr starfi að eigin sögn. Og það fyrir orð Kára Stefánssonar. Formaður Læknafélagsins er á öndverðum meiði og segir að ritnefndin hafi einvörðungu verið endurnýjuð þar sem sú gamla hafi verið lömuð. Vilhjálmur hefur ekki ákveðið hvort hann höfði mál á hendur læknafélögunum.

Styr hefur staðið um störf Vilhjálms Rafnssonar, nú fyrrum ritstjóra Læknablaðsins, eftir að hann birti harðorða grein Jóhanns Tómassonar læknis um Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og sumarstörf hans við Landsspítala Háskólasjúkrahús. Í kjölfarið sögðu allir ritnefndarmenn blaðsins af sér utan einn og Kári kærði Vilhjálm til siðanefndar lækna. Vilhjálmur segir að með brottrekstri sínum hafi Læknafélögin orðið við kröfum Kára Stefánssonar, sem hefði meðal annars krafist afsökunarbeiðni vegna greinarinnar og að hún yrði tekin út af vefútgáfu blaðsins og síðar þess að Vilhjálmur yrði rekinn.

Vilhjálmur segir að samstarf sitt við Læknafélögin hafi verið með miklum ágætum þar til umræddd grein var birt. Hann ýjar að því að hagsmunatengsl við aðila utan blaðsins hafi haft áhrif á brottreskur sinn.

Sigurbjörn neitar því að Vilhjálmur hafi verið rekinn og tekur fram að þrátt fyrir þessar lyktir mála kveðji eigendur blaðsins hann nú með söknuði. Ný ritnefnd hefur verið skipuð og er nýr ábyrgðarmaður Jóhannes Björnsson, yfirlæknir við Landspítalann. Vilhjálmur segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann muni sækja mál gegn læknafélögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×