Erlent

Ríkisstjórn Kanada fallin

Kanadíska ríkisstjórnin er fallin. Í gær var samþykkt vantrauststillaga á stjórnina á kanadíska þinginu og flest bendir því til að boðað verði til kosninga strax í janúar. Stjórnin hélt aðeins í sautján mánuði og á því tímabili kom upp hvert vandræðamálið á fætur öðru. Paul Martin, forsætisráðherra mun væntanlega hitta landsstjóra Kanada síðar í dag og fara þess á leit að þingið verði leyst upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×