Erlent

Ræður vopnaða verði til að gæta dýranna

Stjórnandi Dýragarðsins í Gaza hefur ákveðið að ráða vopnaða verði til að gæta dýranna. Þetta gerir hann eftir að gengi vopnaðra manna rændi ljónsunganum Sabrinu og tveimur talandi páfagaukum fyrir tveimur vikum.

Yfirmenn dýragarðsins upplýstu í fyrstu ekki um að talandi páfagaukunum hefði verið stolið þar sem þeir vonuðust til að þeir kæmu upp um ræningjana. Það hefur ekki gengið eftir og nú hefur verðlaunum verið heitið þeim sem kemur yfirvöldum á sporið um hvar ljónsunginn og páfagaukarnir eru.

Það eru ekki aðeins stjórnendur dýragarðsins og gestir sem sakna dýranna sem var stolið. Ljónsunginn Sakher neitaði í fyrstu að matast eftir að Sabrínu var stolið og hefur verið mjög dapur síðustu tvær vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×