Erlent

Vilja upplýsingar um fangaflug

Michele Alliot-Marie  tekur í hönd Franz Josef Jung við upphaf fundar þeirra í París.
Michele Alliot-Marie tekur í hönd Franz Josef Jung við upphaf fundar þeirra í París. MYND/AP

Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, heimsótti franska kollega sinn Michele Alliot-Marie í París í dag, í fyrsta sinn síðan ný stjórn Þýskalands tók við völdum í síðustu viku.

Jung lýsti áhyggjum af upplýsingum sem hafa komið fram um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi flogið leynilega með meinta hryðjuverkamenn í gegnum Frankfurt-flugvöll í Þýskalandi. Hann sagðia ð Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, sem er á ferðalagi í Bandaríkjunum, muni fara fram á skýringar bandarískra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×