Erlent

Skjálftinn sterkari en talið var

Fjölskylda hefst við utandyra eftir að jarðskjálfti lagði heimili þeirra í rúst.
Fjölskylda hefst við utandyra eftir að jarðskjálfti lagði heimili þeirra í rúst. MYND/AP

Tíu létust og sjötíu slösuðust í jarðskjálftanum sem reið yfir Qeshmeyju í Íran síðustu nótt. Nokkurra er enn saknað. Styrkur skjálftans mældist 6,1 á Richter-kvarða, talsvert meiri en í fyrstu var talið, og olli miklum skemmdum.

80 prósent allra bygginga í þorpinu Tonban eyðilögðust en þorpið er næst miðju jarðskjálftans. Íbúar Tonban og annarra þorpa þurfa að hafast við í bráðabirgðaskýlum. Héraðsstjórinn segir að finna þurfi gistingu fyrir um 2.000 manns en nú þegar er búið að flytja tjöld á svæðið þar sem um þúsund manns geta hafst við fyrst um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×