Erlent

Enn mikil andstaða við inngöngu í Evrópusambandið í Noregi

Um helmingur Norðmanna myndi kjósa gegn inngöngu í Evrópusambandið ef gengið væri til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum í nýafstaðinni könnun í Noregi. Alls sögðust 50,2% aðspurðra vera mótfallnir inngöngu í Evrópusambandið en 37,7% voru fylgjandi. 12% þátttakanda í könnuninni voru óákveðnir. Um mánaðarlega könnun er að ræða sem gerð er fyrir dagblöðin Nationen, Klassekampen og Dagen. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð sem meirihluti aðspurðra er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Í öllum landshlutum, utan Oslóar, eru hlutfallslega fleiri á móti en með inngöngu í Evrópusambandið. Athygli vekur að í aldurhópnum 30 ára og yngri eru 60% aðspurðra mótfallnir inngöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×