Erlent

Landamærin opnuð

Yfir fimmtán hundruð Palestímumenn hafa nú farið gegnum Rafah landamærastöðina á mótum Gasasvæðisins og Egyptalands að sögn Evrópusambandsins, sem sinnir eftirliti með landamærastöðinni sem opnuð í gær. Að sögn talsmanns Javier Solana, utanríkismálaráðherra ESB, hefur gengið vel að afhenda Palestínumönnum stjórn stöðvarinnar. Hún var lokuð í þá tæpu þrjá mánuði sem liðnir eru frá því Ísraelsher hvarf á braut frá Gasasvæðinu. Ísraelski herinn hafði umsjón með landamæraeftirliti við stöðina í 38 ár. Ísraelar fylgjast nú með ferðum Palestínumanna um landamærastöðina með fjarstýrðri myndavél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×