Innlent

Verða að endurgreiða ríkisaðstoð

EFTA-dómstóllinn segir að stjórnvöld verði að endurgreiða ólögmæta ríkisaðstoð sem var veitt erlendum fyrirtækjum sem fluttu starfsemi sína hingað til lands.

Það var Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sem vísaði málinu til EFTA dómstólsins. Málið varðar ákvörðun ESA þess efnis að íslensk löggjöf um sérstakar skattaívilnanir fyrir alþjóðleg viðskiptafélög samræmist ekki 61. grein EES samningsins um ríkisaðstoð, og að þær skuli leggja af og að endurgreiða beri ólögmæta ríkisaðstoð.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að stjórnvöld þurfi að sjálfsögðu að bregðast við dómi EFTA dómstólsins en telur þó ekki einfalt mál að ákvarða og meta endurgreiðslur. Hann bendir á að ákvörðun ESA hafi ekki verið nógu skýr og óljóst hvernig endurkrafa skuli reiknuð. Því hafi ESA ekki svarað. Þótt ríkisaðstoð væri samkvæmt EES samningi óheimil í grundvallaratriðum stæðist hún samt innan ákveðinna marka..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×