Erlent

Sjálfsmorðsárás á markaði í Hilla

Ættingjar syrgðir eftir árásina fyrir utan sjúkrahús í bænum Mahmoudiya í morgun.
Ættingjar syrgðir eftir árásina fyrir utan sjúkrahús í bænum Mahmoudiya í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti tveir létust þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í borginni Hilla í Írak síðdegis. Á annan tug manna liggja sárir eftir ódæðið. Um sjálfsmorðsárás var að ræða. Þrír írakskir öryggisverðir voru einnig drepnir í morgun í þremur mismunandi skotárásum á sömu klukkustundinni. Þá féllu 30 manns og um fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk í bænum Mahmoudiya, suður af Bagdad, í morgun. Sprengjan sprakk í þann mund sem bílalest frá Bandaríkjaher fór fram hjá sjúkrahúsi í bænum.

Sprengingum fjölgar sífellt í landinu en í gær féllu þrír Bandaríkjamenn í tveimur árásum á bílalestir í Bagdad. Yfir 2100 bandarískir hermenn hafa því fallið frá upphafi Íraksstríðsins árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×