Sport

Lokaleikur Hauka í kvöld

Kvennalið Hauka spilar síðasta leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ribera á Sikiley í kvöld, en auk þess verða fimm leikir á dagskrá í Úrvalsdeild karla hér heima.

Leikir kvöldsins:

Njarðvík tekur á móti Snæfelli, KR leikur við Hamar/Selfoss, Grindavík og Keflavík eigast við í Grindavík, Haukar taka á móti Þór og loks tekur fjölnir á móti Hetti, en þjálfari Hattar Kirk Baker tilkynnti í dag að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Við starfi hans tekur Kristleifur Andrésson, sem mun stýra liðinu þar til því tekst að finna annan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×