Erlent

Nýr patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar

Theofilos þriðji varð í dag nýr patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar með viðhöfn í hinni helgu borg Jerúsalem. Theofilos tekur við af Irineos, sem neyddist til að hætta í maí, eftir ásakanir um að hann hefði leigt landskika í Jerúsalem í eigu kirkjunnar til gyðingahóps. Theofilos hlaut öll greidd atkvæði í vali um arftaka Irineosar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×