Erlent

Merkel sór embættiseið

AP

Angela Merkel sór embættiseið sem áttundi kanslari Þýskalands eftir síðari heimstyrjöld í dag. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna embættinu. Athöfnin var engu að síður einungis táknræn en þingið hafði staðfest kjör hennar sem kanslara fyrr um daginn. Ólýkt fyrirrennara sínum Gerhard Schröder notaði Merkel orðin „og megi guð hjálpa mér", en þau eru valfrjáls í annars niðurnjörvaðri innsetningarræðu kanslara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×