Erlent

Krefjast svara um fangaflug og leynifangelsi

Evrópusambandið vill að bandarísk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum vegna upplýsinga sem komið hafa fram um fangaflug CIA með meinta hryðjuverkamenn og leynileg fangelsi í Evrópu.

Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði Ritzau fréttaveitunni frá þessu, og sagði þetta gert í fullri vinsemd við Bandaríkin. Forstjóri CIA neitaði í gær ásökunum um að fangar væru pyntaðir en svaraði ekki spurningum um fangelsi í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×