Erlent

Styrkir stöðu sína

Bræðralag múslima, flokkur íslamista í Egyptalandi, hefur enn styrkt stöðu sína og fengið 25% þeirra þingsæta sem þegar hefur verið kosið um. Þó er talið víst að endaleg úrslit kosninganna muni ekki breyta því að flokkur Hosnis Mubaraks forseta sitji áfram við stjórnvölin eins og undanfarinn aldarfjórðung. Starfsemi Bræðralagsins er opinberlega bönnuð, en flokkurinn hefur þó fengið að starfa óáreittur og hafði aðeins 15 af 454 þingsætum fyrir kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×