Erlent

30 þúsund störf lögð niður

Forstjóri General Motors tilkynnti þetta í gær. Fyrirtækið hyggst fækka verksmiðjum um tólf talsins en þær eru alls um áttatíu í landinu öllu í dag. Á fyrsta níu mánuðum ársins nam tap fyrirtækisins um fjórum milljörðum bandaríkjadala eða sem nemur 240 milljörðum íslenskra króna. Formenn verkalýðsfélaganna segja þetta gríðarlegt áfall fyrir heilu bæjarfélögin þar sem á sumum stöðum er ekki ym aðra vinnu að ræða. Stjórnendur fyrirtækisins segja þó að General Motors muni reyna að koma til móts við þá starfsenn sem sagt verður upp með bótum en ljóst sé þó að ef ekki verði ráðist í að segja upp hluta starfsmanna núna, verði fyrirtækið að segja öllum upp áður en langt um líður. Uppsagnirnar séu erfiðar en nauðsynlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×