Erlent

Fleiri landnemabyggðir lagðar niður

MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að fleiri landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum verði lagðar niður. (LUM) Sharon sagði þetta á blaðamannafundi í gær þar sem hann kynnti stefnu nýs miðjuflokks síns í Jerúsalem. Hann sagði að flokkurinn myndi vinna að koma á friði og ró fyrir botni Miðjarðarhafs. Skírskotaði Sharon þar til alþjóðlegrar friðaráætlunar. Hann sagði ennfremur að flokkurinn myndi beina spjótum að vandamálum í Ísrael, eins og til dæmis fátækt, glæpum og ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×