Erlent

Sharon segir af sér

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels hefur sagt af sér og krafist þess að þing verði rofið. Þetta gerði hann á fundi með Moshe Katsav, forseta landsins nú í morgun. Búist er við því að Sharon haldi blaðamannafund nú fyrir hádegi og hafa embættismenn Ísraelsstjórnar staðfest það við ísraelska blaðið Haretz að hann ætli sér að hætta í Líkúd-bandalaginu og stofna nýjan miðjuflokk. Samkvæmt lögum í Ísrael verður að boða til kosninga innan níutíu daga og því ljóst að ekki verður kosið í landinu síðar en í byrjun mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×