Erlent

Schröder kvaddur í Hannover

MYND/AP

Kveðjuathöfn var haldin fyrir Gerhard Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands, í heimabæ hans Hannover í gærkvöld. Mikið var um dýrðir þar sem bæði hermenn báru kyndla honum til heiðurs og herlúðrasveit lék lög sem eiginkona kanslarans hafði valið. Schröder var ákaft fagnað og hann táraðist þegar lag Franks Sinatra, My Way, var spilað. Hátíðahöld halda áfram í Þýskalandi en þeim lýkur með því að Angela Merkel tekur við kanslaraembættinu af Schröder. Reiknað er með að hún verði svarin í embætti á þriðjudag eftir að þingið hefur kosið hana kanslara, en ekki er ljóst hvað Schröder tekur sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×