Erlent

Erdogan strunsaði út af fundi með Rasmussen

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var heldur einmana á blaðamannafundinum eftir að Erdogan hafði strunsað út.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var heldur einmana á blaðamannafundinum eftir að Erdogan hafði strunsað út.

Blaðamannafundur Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, og starfsbróður hans frá Tyrklandi, Tayyips Erdogans, í Kaupmannahöfn í gær var heldur endasleppur. Sá tyrkneski rauk á dyr þegar í ljós kom að fulltrúi kúrdískrar sjónvarpsstöðvar, sem starfar í Danmörku, var á staðnum. Erdogan heldur því fram að stöðin styðji Kúrdíska verkamannaflokkinn, PKK, sem berst fyrir sjálfstæði Kúrda frá Tyrklandi, en flokkurinn er á lista Evrópusambandsins yfir yfirlýst hryðjuverkasamtök. Athygli vakti að fyrr um daginn hafði Erdogan lýst því yfir á fundi að Tyrkir hefðu alla tíð virt aðra menningu og önnur trúarbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×