Innlent

Minnka má eldsneytisflutninga

Allt flugvélaeldsneyti fyrir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, sem er um 130 þúsund tonn á ári, eru flutt í gegnum höfuðborgarsvæðið frá Örfirisey. Skeljungur sem þjónustar FL Group flytur allt að hundrað þúsund tonn af flugvélasteinolíu á ári, hefur síðustu misseri reynt að fá að nýta birgðastöð bandaríkjahers í Helguvík án árangurs. Olíudreifing hefur einnig viljað nýta birgðastöðina undir flugvélaeldsneyti en ekki fengið. Allir samningar við herinn um notkun birgðastöðvarinnar þurfa að fara í gegnum utanríkisráðuneytið.

Augljós hætta fylgir eldsneytisflutningum og er það þyrnir í augum margra að olíubirgðastöð sé í Örfirisey og að flutningsleiðir séu í gegnum Reykjavík þvera og endilanga. Hjá Reykjavíkurborg átti að stofna nefnd um málið í vor að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar en sú nefnd hefur ekki enn orðið til, alla vega ekki tekið til starfa.

Tengivagn aftan í olíuflutningabíl á vegum Skeljungs losnaði aftan úr í Hafnarfirði en verið var að flytja flugvélasteinolíu til Keflavíkurflugvallar fyrir rúmri viku. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar óhappið varð en oft þarf lítið að bregða út af til að óhöpp sem þessi verði.

Í þessu tilfelli nægði að dæla eldseytinu úr tengivagninum yfir í tankbíl þar sem ekkert lak úr tanknum. Eingöngu er hægt að ímynda sér hversu margar tankbíla þarf á ári til þess að flytja um 130 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti til Keflavíkur. Það má velta því upp hvort ekki væri heppilegra að olíubirgðastöð yrði alfarið fyrir utan höfuðborgarsvæðið en nokkur rök eru gegn því. Þannig gætu flutningar eldsneytis aukist til muna þar sem flytja þyrfti mjög stóran hluta bensín aftur til höfuðborgarsvæðisins þar sem bílafjöldinn er mestur. Mörg skip sigla líka að olíubirgðastöðinni í Örfirisey til að taka olíu sem þau myndu kannski ekki gera ef leiðin að olíunni yrði lengri og þá þyrfti að flytja olíuna til þeirra um götur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×