Sport

Stórleikur Bryant dugði ekki gegn Suns

Kobe Bryant og Raja Bell háðu harða baráttu í leiknum í gær og Bell lá eitt sinn blóðugur eftir
Kobe Bryant og Raja Bell háðu harða baráttu í leiknum í gær og Bell lá eitt sinn blóðugur eftir NordicPhotos/GettyImages

Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers á útivelli í síðari leik kvöldsins í NBA í nótt 122-112. Phoenix hafði yfirburði í leiknum í gærkvöld, en liðið var þó næstum búið að glutra niður 17 stiga forystu í fjórða leikhluta eins og tveimur kvöldum áður gegn Dallas.

Kobe Bryant var stigahæsti maður vallarins með 39 stig og 7 fráköst, en félagi hans Lamar Odom átti einnig fínan leik með 23 stig, 16 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Hjá Phoenix var Shawn Marion stigahæstur með 31 stig og hirti 11 fráköst og Steve Nash skoraði 12 stig og átti 17 stoðsendingar. Bæði þessi lið hafa því unnið einn leik og tapað einum í upphafi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×