Erlent

Samkomulag næst um reykingabann í Bretlandi

Frumvarp um bann við reykingum á á opinberum stöðum hefur loks verið lagt fram á breska þinginu eftir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi um orðalag þess í gær. Bannið nær ekki til kráa sem bjóða ekki upp á mat eða einkaklúbba en þó verður að vera reyklaust svæði á öllum krám. Lögin verða svo endurskoðuð eftir þrjú ár.

Formaður Læknafélags Bretlands og yfirmaður krabbameinsfélags landsins hafa lýst yfir miklum 'vonbrigðum með niðurstöðuna og segja ríkisstjórnina hafa sóað góðu tækifæri til þess að vernda heilsu landsmanna með því að gera undantekningar á reykingabanninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×