Erlent

Sharon leyfir hernum að grípa til aðgerða

MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið ísraelska hernum leyfi til að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða gegn herskáum Palestínumönnum í norðurhluta Vesturbakkans og á Gasaströndinni. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz í dag.

Talið er að aðgerðirnar geti staðið í nokkra daga en þær eru svar við sjálfsmorðsárás Palestínumanns á fjölförnum markaði í Ísrael í gær þar sem fimm létust og þrjátíu særðust.

Ísraelskar herþotur héldu áfram árásum sínum á Gasa í dag, þriðja daginn í röð. Fyrst var sprengjum skotið að vígi uppreisnarmanna laust eftir miðnætti. Enginn slasaðist en vegur skemmdist. Nú í morgunsárið var svo skotið á sunnanverða Gasaströndina, en að öðru leyti er ekkert meira vitað um þá árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×