Erlent

Lægstu framlögin frá Íslandi

Carsten Hansen, þingmaður danskra jafnaðarmanna, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í upphafi umræðna á þingi Norðurlandaráðs fyrir lítil framlög til þróunaraðstoðar. Hann spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hvort og þá hvenær þróunaraðstoð Íslendinga yrði viðlíka mikil hlutfallslega og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti til þess í sinni ræðu að 0,7 prósentum þjóðartekna Norðurlandanna yrði varið til þróunaraðstoðar. Samkvæmt norrænum hagtölum verja Íslendingar 0,19 prósentum þjóðarframleiðslunnar til þróunaraðstoðar. Finnland ver 0,35 prósentum og 0,87 prósent af þjóðartekjum Norðmanna renna til þróunaraðstoðar og er þeirra framlag hæst meðal Norðurlandaþjóða. Halldór sagði að Íslendingar hefðu þrefaldað framlag sitt til þróunaraðstoðar á fáum árum. Ætlunin væri að ná 0,35 prósenta marki árið 2009 og vafalaust yrði markið sett enn hærra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×