Innlent

Sökk í Sandgerðishöfn

 

Þilfarsbáturinn Ritur ÍS-22 sökk í höfninni í Sandgerði í dag. Báturinn, sem er tíu brúttórúmlestir, sökk á skammri stund þar sem hann var bundinn við flotbryggju í höfninni. Að sögn sjónarvotta fór báturinn niður á um hálfri klukkustund og var ekki við neitt ráðið. Að sögn Björns Arasonar hafnarstjóra hefur báturinn verið við festar í höfninni í þrjú ár og var ekki haffær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×