Segir þingmönnum sagt rangt til 21. október 2005 00:01 Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira