Tugþúsundir enn í hættu 20. október 2005 00:01 Ríki heims hafa einungis reitt fram einn áttunda hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á. Óttast er að með útbreiðslu farsótta og versnandi veðri muni tala látinna á hamfarasvæðunum hækka enn frekar. Tæpum tveimur vikum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir pakistanska hluta Kasmír hefur hagur bágstaddra á svæðinu lítið vænk-ast. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greindi frá því í gær að þrír hefðu dáið úr stífkrampa og smituðum fari fjölgandi. Til viðbótar við farsóttirnar hafa hjálparstofnanir áhyggjur af því að kólnandi veður á þessum slóðum muni ganga verulega nærri þeim þremur milljónum manna sem hafa ekkert húsaskjól eftir hamfarirnar, en nístingskuldi er í fjallahéruðum landsins á næturnar. Á þeim svæðum sem verst urðu úti er öll grunngerð samfélagsins í molum. Vegir, vatnsveitur og raflínur eru í sundur og skólar, sjúkrahús og stjórnsýslubyggingar eru hrundar. Yfirvöld í Islamabad, höfuðborg Pakistans, segja að 49.739 hafi látist en upplýsingar stjórnvalda á hamfarasvæðunum segja aðra sögu, þær benda til að alls hafi um 78.000 manns látist og við þá tölu má svo bæta 1.350 dauðsföllum í Indlandi af völdum skjálftans. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í samtali við fréttamenn í fyrrdag þegar hann sagði að „bylgja dauðsfalla" myndi ríða yfir hamfarasvæðin á næstunni ef alþjóðasamfélagið gripi ekki strax til ráðstafana. „Við erum í kapphlaupi við tímann um að bjarga lífi þessa fólks. Þetta eru hrikalegar hamfarir, kannski þær hrikalegustu sem við höfum séð, og það á svo köldum árstíma." Annan skoraði á ríki heims til að verða við hjálparbeiðni stofnunarinnar og láta þá tuttugu milljarða króna af hendi rakna sem til þarf. Einungis tólf prósent af þeirri upphæð hafa borist, eða rétt rúmir tveir milljarðar. Til samanburðar má nefna að tíu dögum eftir að flóðbylgjan mikla reið yfir strendur Indlandshafs um síðustu jól höfðu áttatíu -prósent- af þeirri fjárhæð sem SÞ fór fram á borist. Í svipaðan streng tóku formælendur Barnahjálpar SÞ í gær sem sögðu að 120.000 börn hefðu enga neyðaraðstoð fengið og 10.000 þeirra gætu dáið úr sulti, lungnabólgu og öðrum pestum bærist hjálp ekki hið snarasta. Þótt eflaust mætti gera mun meira er hjálparstarf samt sem áður í fullum gangi. Stöðugur straumur þyrla flytur nú vistir frá Muzaffarabad til hamfarasvæðanna og í gær lofuðu Bandaríkjamenn að senda tuttugu herþyrlur til viðbótar til Pakistan. Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Ríki heims hafa einungis reitt fram einn áttunda hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á. Óttast er að með útbreiðslu farsótta og versnandi veðri muni tala látinna á hamfarasvæðunum hækka enn frekar. Tæpum tveimur vikum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir pakistanska hluta Kasmír hefur hagur bágstaddra á svæðinu lítið vænk-ast. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greindi frá því í gær að þrír hefðu dáið úr stífkrampa og smituðum fari fjölgandi. Til viðbótar við farsóttirnar hafa hjálparstofnanir áhyggjur af því að kólnandi veður á þessum slóðum muni ganga verulega nærri þeim þremur milljónum manna sem hafa ekkert húsaskjól eftir hamfarirnar, en nístingskuldi er í fjallahéruðum landsins á næturnar. Á þeim svæðum sem verst urðu úti er öll grunngerð samfélagsins í molum. Vegir, vatnsveitur og raflínur eru í sundur og skólar, sjúkrahús og stjórnsýslubyggingar eru hrundar. Yfirvöld í Islamabad, höfuðborg Pakistans, segja að 49.739 hafi látist en upplýsingar stjórnvalda á hamfarasvæðunum segja aðra sögu, þær benda til að alls hafi um 78.000 manns látist og við þá tölu má svo bæta 1.350 dauðsföllum í Indlandi af völdum skjálftans. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í samtali við fréttamenn í fyrrdag þegar hann sagði að „bylgja dauðsfalla" myndi ríða yfir hamfarasvæðin á næstunni ef alþjóðasamfélagið gripi ekki strax til ráðstafana. „Við erum í kapphlaupi við tímann um að bjarga lífi þessa fólks. Þetta eru hrikalegar hamfarir, kannski þær hrikalegustu sem við höfum séð, og það á svo köldum árstíma." Annan skoraði á ríki heims til að verða við hjálparbeiðni stofnunarinnar og láta þá tuttugu milljarða króna af hendi rakna sem til þarf. Einungis tólf prósent af þeirri upphæð hafa borist, eða rétt rúmir tveir milljarðar. Til samanburðar má nefna að tíu dögum eftir að flóðbylgjan mikla reið yfir strendur Indlandshafs um síðustu jól höfðu áttatíu -prósent- af þeirri fjárhæð sem SÞ fór fram á borist. Í svipaðan streng tóku formælendur Barnahjálpar SÞ í gær sem sögðu að 120.000 börn hefðu enga neyðaraðstoð fengið og 10.000 þeirra gætu dáið úr sulti, lungnabólgu og öðrum pestum bærist hjálp ekki hið snarasta. Þótt eflaust mætti gera mun meira er hjálparstarf samt sem áður í fullum gangi. Stöðugur straumur þyrla flytur nú vistir frá Muzaffarabad til hamfarasvæðanna og í gær lofuðu Bandaríkjamenn að senda tuttugu herþyrlur til viðbótar til Pakistan.
Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira