Reifst og skammaðist við dómarann 23. október 2005 17:57 Saddam Hussein sagðist saklaus á fyrsta degi réttarhaldanna yfir sér. Hann lét dómarann fá það óþvegið og lenti í ryskingum við öryggisverði. Réttar-höldunum hefur verið frestað til 28. nóvember. Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust í Bagdad í gær, í skrifstofum Baath-flokksins fyrrverandi á græna svæðinu svonefnda. Saddam mætti hnarreistur til leiks, bindislaus og í svörtum jakkafötum með Kóraninn í hönd. Hann er ákærður, ásamt sjö fyrrum samstarfsmönnum sínum, fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Hinir ákærðu gætu átt dauðadóm yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Rizgar Mohammed Amin, kúrd-ískur aðaldómari réttarins, las sakborningunum ákærurnar en spurði svo Saddam hvort hann væri sýkn eða sekur. Eftir nokkurt þref hreytti Saddam út úr sér að hann væri ekki sekur. „Hver ertu eiginlega? Ég vil fá að vita hver þú ert," spurði hann Amin nokkru síðar og bætti því svo við að hann viðurkenndi ekki þennan „svokallaða dómstól" og hann áskildi sér öll réttindi sem forseti Íraks. Sjálfur vildi Saddam ekki staðfesta nafn sitt og brást síðan reiður við þegar Amin dómari sagði hann fyrrverandi forseta Íraks. Þegar hlé var gert á réttarhaldinu vildi Saddam sjálfur ganga úr vitnastúkunni en öryggisverðir reyndu að leiða hann á brott. Hann hristi þá reiður af sér, tuskaðist svo við þá í stutta stund og gekk síðan að lokum sjálfur út. Að hléinu loknu frestaði Amin dómhaldi til 28. nóvember. Írakar eru tvíbentir í afstöðu sinni til réttarhaldanna. „Síðan Baath-stjórninni var steypt af stóli höfum við beðið þessa dags," sagði Aqeel al-Ubaidi, íbúi í Dujail, í samtali við fréttamenn. „Dómstóllinn mun ekki færa okkur hina dánu aftur en að minnsta kosti slekkur hann reiðieldana sem brenna innra með okkur." Súnníar telja hins vegar Saddam skömminni skárri en núverandi valdhafa. „Hann einn er réttkjörinn leiðtogi Íraks," var einkunn Sahab Awad Maaruf frá Azamiyah-héraði þegar AP-fréttastofan leitaði álits hans. Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira
Saddam Hussein sagðist saklaus á fyrsta degi réttarhaldanna yfir sér. Hann lét dómarann fá það óþvegið og lenti í ryskingum við öryggisverði. Réttar-höldunum hefur verið frestað til 28. nóvember. Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust í Bagdad í gær, í skrifstofum Baath-flokksins fyrrverandi á græna svæðinu svonefnda. Saddam mætti hnarreistur til leiks, bindislaus og í svörtum jakkafötum með Kóraninn í hönd. Hann er ákærður, ásamt sjö fyrrum samstarfsmönnum sínum, fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Hinir ákærðu gætu átt dauðadóm yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Rizgar Mohammed Amin, kúrd-ískur aðaldómari réttarins, las sakborningunum ákærurnar en spurði svo Saddam hvort hann væri sýkn eða sekur. Eftir nokkurt þref hreytti Saddam út úr sér að hann væri ekki sekur. „Hver ertu eiginlega? Ég vil fá að vita hver þú ert," spurði hann Amin nokkru síðar og bætti því svo við að hann viðurkenndi ekki þennan „svokallaða dómstól" og hann áskildi sér öll réttindi sem forseti Íraks. Sjálfur vildi Saddam ekki staðfesta nafn sitt og brást síðan reiður við þegar Amin dómari sagði hann fyrrverandi forseta Íraks. Þegar hlé var gert á réttarhaldinu vildi Saddam sjálfur ganga úr vitnastúkunni en öryggisverðir reyndu að leiða hann á brott. Hann hristi þá reiður af sér, tuskaðist svo við þá í stutta stund og gekk síðan að lokum sjálfur út. Að hléinu loknu frestaði Amin dómhaldi til 28. nóvember. Írakar eru tvíbentir í afstöðu sinni til réttarhaldanna. „Síðan Baath-stjórninni var steypt af stóli höfum við beðið þessa dags," sagði Aqeel al-Ubaidi, íbúi í Dujail, í samtali við fréttamenn. „Dómstóllinn mun ekki færa okkur hina dánu aftur en að minnsta kosti slekkur hann reiðieldana sem brenna innra með okkur." Súnníar telja hins vegar Saddam skömminni skárri en núverandi valdhafa. „Hann einn er réttkjörinn leiðtogi Íraks," var einkunn Sahab Awad Maaruf frá Azamiyah-héraði þegar AP-fréttastofan leitaði álits hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira